Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Höfði Höfðaströnd

hofsos

Höfði er skammt frá Höfðavatni á Höfðaströnd í Skagafirði. Þar var kirkjustaður og prestssetur um tíma.

Höfða-Þórður Bjarnason bjó þar eftir að hafa numið alla Höfðaströnd milli Unadalsár og   Hrolleifsdalsár eins og segir í Landnámu. Sonarsonarsonur hans var Þorfinnur karlsefni Þórðarson (10. og 11. öld). Hann var meðal fyrstu landnemanna í Vesturheimi (Eiríkssaga rauða, Grænlendingabók). Þar fæddist Þorfinni og Guðríði konu hans sonurinn Snorri, sem talinn er fyrsti hvíti maðurinn fæddur í Norður-Ameríku. Fjölskyldan fluttist síðar til Íslands og bjó að Glaumbæ í Skagafirði.

Dys með beinum fimm manna fannst sunnan Höfðaár 1952. Líkamsleifar þessara manna báru vott um vopnaviðskipti eða líflát. Það kynni að vera hægt að rekja þær til bardaga milli Skagfirðinga og Englendinga árið 1431. Jóhann Kr. Schram, silfursmiður, sem bjó á Höfða um tíma, varð fyrstur til að klífa Kerlinguna við Drangey 1840.

Höfðavatn er stærsta stöðuvatnið í Skagafirði (10 km²) austan Þórðarhöfða. Báðum megin vatnsins eru malargrandar, Höfðamöl að norðan og Bæjarböl að sunnan, þar sem er afrennsli, sem lokast oft. Silungsveiði er mikil í vatninu. Hugmyndir voru uppi (Jóhann Sigurjónsson, skáld) um að gera stórskipa- og útgerðarhöfn í vatninu en ekkert varð úr framkvæmdum.

Myndasafn

Í grennd

Hofsós
Hofsós er lítið og vinalegt þorp við austanverðan Skagafjörð, tiltölulega stutt frá Sauðárkróki. Hofsós á að baki 400 ára sögu verslunar og viðskipta …
Hólar í Hjaltadal
Skólasetur og kirkjustaður í Hjaltadal. Um 1100 átti Illugi Bjarnason prestur jörðina. Þá var ákveðið, að  biskupsstóll skyldi settur á Norðurlandi, e…
Illdeilur og morð á miðöldum Norðurland
Illdeilur, aftökur og morð á Norðurlandi Arnarstapi Bjarg í Miðfirði Flugumýri Geldingaholt – Geldingaholtsbarda…
Kolka
Kolka er samheiti á Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá eftir að þær sameinast nokkuð fyrir ofan Kolkuós, en þar var eitt sinn verslunarstaður. Báðar árnar …
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )