Höfðavatn er í Höfðahreppi í Skagafjarðarsýslu. Það er 10 km², vatnsflöturinn er við sjávarmál og mesta dýpi er 6,4 m. Meðaldýpið er 3,9 m. Veiðileyfi gilda á milli Merkjavíkur að sunnan og Gljúfurár að norðan og fjöldi þeirra er ekki takmarkaður. Veiðin er vatnableikja og sjóbleikja , sem vegur ½-3 pund.
Veiðitíminn er frá febrúar til september, enda nokkur dorgveiði síðla vetrar. Góður vegur er alveg niður að vatni. Umhverfi Höfðavatns er skemmtilegt. Drangey, Málmey og Þórðarhöfði blasa við. Í Málmey mátti enginn búa lengur en tvo áratugi, ella átti húsfreyjan að hverfa.
Vegalengdin frá Reykjavík er 350 km og 7 km frá Hofsósi.