Hnífsdalskapella er í Ísafjarðarprestakalli í Ísafjarðarprófastsdæmi. Hnífsdalur er þorp við utan- og Skutulsfjörð, skammt frá Ísafjarðarkaupsstað.
Guðsþjónustur fóru fram í barnaskólanum til 1953, þegar hann fauk í heilu lagi af grunninum í miðri kennslustund í febrúar það ár. Ekki urðu slys á fólki.
Annar skóli var reistur á sama stað og kapella með. Kór hennar er í austurenda hússins og orgelstúkan í vesturendanum. Á milli eru tvær kennslustofur, sem opnast með skilveggjum. Þá er hægt að bjóða 160 manns til sætis í kapellunni. Hún var vígð á föstudaginn langa 1955 og er þjónað frá Ísafirði.
Meðal gripa kapellunnar eru kristslíkan, róðukross, kaleikur og patína úr silfri.