Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hnífsdalskapella

Ísafjörður

Hnífsdalskapella er í Ísafjarðarprestakalli í Ísafjarðarprófastsdæmi. Hnífsdalur er þorp við utan- og  Skutulsfjörð, skammt frá Ísafjarðarkaupsstað.

Guðsþjónustur fóru fram í barnaskólanum til 1953, þegar hann fauk í heilu lagi af grunninum í miðri kennslustund í febrúar það ár. Ekki urðu slys á fólki.

Annar skóli var reistur á sama stað og kapella með. Kór hennar er í austurenda hússins og orgelstúkan í vesturendanum. Á milli eru tvær kennslustofur, sem opnast með skilveggjum. Þá er hægt að bjóða 160 manns til sætis í kapellunni. Hún var vígð á föstudaginn langa 1955 og er þjónað frá Ísafirði.

Meðal gripa kapellunnar eru kristslíkan, róðukross, kaleikur og patína úr silfri.

Myndasafn

Í grennd

Bolungarvík
Bolungarvík er kaupstaður við utanvert Ísafjarðardjúp og tengist Ísafirði með Óshlíðarvegi, sem þótti mikil framkvæmd um miðja öldina. Útræði hefur ve…
Hnífsdalur
Hnífsdalur er þorp yzt við Skutulsfjörð að vestan, skammt utan við kaupstaðinn á Ísafirði og hluti  lögsagnarumdæmis hans frá 1971. Íbúar í Hnífsdal v…
Ísafjörður
Ísafjörður, sem stendur við Skutulsfjörð, hét að fornu Eyrarhreppur, en var einnig áður nefndur Eyri. Ísafjörður er gjarnan sagður vera höfuðstaður me…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )