Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hlíðarvatn

Hlíðarvatn

Hlíðarvatn í Hnappadal er 4,7 km langt, allt að 1,7 km breitt og mesta dýpi er 21 m. Það er 4,4 km² og er í 78 m hæð yfir sjó. Afrennsli vatnsins er Hraunholtsá. Hún fellur til Oddastaðavatns og úr því rennur Haffjarðará, falleg og góð laxá. Veiðileyfin miðast við vestanvert vatnið milli Hermannsholts og Svartaskúta og Hraunholtsá. Best er að veiða við Rif, Tanga og Hraunið auk víkurinnar, þar sem áin rennur í hraunið.

Veiðileyfafjöldinn er ekki takmarkaður. Veiðin í vatninu er bleikja og urriði og síðsumars er smávon um að krækja í lax. Bleikjan, sem veiðist, er oftast innan við pund og urriðinn heldur stærri, 1-3 pund.

Árið 1964 og nokkur ár á eftir var rekið fljótandi hótel á vatninu, Hótel Víkingur. Það gekk ekki til lengdar og nú er það flotbryggja í Hafnarfjarðarhöfn.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 108 km um Hvalfjarðargöng og um 45 km frá Borgarnesi.

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðir á Hálendinu
HELSTU GÖNGULEIÐIR Á HÁLENDINU Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav Landmannalaugar Þórsmörk Fimmvörðuháls Þórsmörk Hóla ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )