Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hlíðarvatn

Hlíðarvatn

Hlíðarvatn í Hnappadal er 4,7 km langt, allt að 1,7 km breitt og mesta dýpi er 21 m. Það er 4,4 km² og er í  78 m hæð yfir sjó. Afrennsli vatnsins er Hraunholtsá. Hún fellur til Oddastaðavatns og úr því rennur Haffjarðará, falleg og góð laxá. Veiðileyfin miðast við vestanvert vatnið milli Hermannsholts og Svartaskúta og Hraunholtsá. Best er að veiða við Rif, Tanga og Hraunið auk víkurinnar, þar sem áin rennur í hraunið.

Veiðileyfafjöldinn er ekki takmarkaður. Veiðin í vatninu er bleikja og urriði og síðsumars er smávon um að krækja í lax. Bleikjan, sem veiðist, er oftast innan við pund og urriðinn heldur stærri, 1-3 pund.

Árið 1964 og nokkur ár á eftir var rekið fljótandi hótel á vatninu, Hótel Víkingur. Það gekk ekki til lengdar og nú er það flotbryggja í Hafnarfjarðarhöfn.

Veiðikortið:
Veiði:
Í vatninu veiðast bæði bleikja og urriði, jafnt litlir og stórir fiskar.

Daglegur veiðitími:
Heimilt er að veiða allan sólarhringinn.
Tímabil:
Heimilt er að veiða í vatninu allt árið um kring. Dorgveiði er heimil þegar þegar aðstæður leyfa og tryggt sé að ísinn sé traustur.
Agn:
Leyfilegt agn er allt almennt agn eins og t.d. fluga, maðkur, baunir og spónn.

Besti veiðitíminn:
Best er að veiða í Hlíðarvatni fyrri hluta sumars en nokkuð jöfn veiði er yfir sumarið. Þar sem vatnsstaða vatnsins er mikil breytast veiðistaðir mikið yfir tímabilið. Þegar vatnsstaða fellur opnast aðgengi að nýjum stöðum með því að ganga í hrauninu.

Reglur:
Veiðimenn mega fara beint til veiða en skulu lata vita af sér í síma 894-6679 / 435-6679 eða koma við í Hraunholtum og hafa Veiðikortið á sér til að sýna veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna.
Veiðimenn eru einnig vinsamlegast beðnir um að fylla út veiðiskýrslu á vefnum okkur senda okkur á veidikortid@veidikortid.is.
Veiðimenn eru vinsamlegast beðnir um að ganga vel um svæðið og ekki skilja eftir sig rusl.
Öll bátaumferð er bönnuð.

KAUPA Veiðikortið

Vegalengdin frá Reykjavík er um 108 km og um 45 km frá Borgarnesi.

 

Myndasafn

Í grennd

Borgarnes
Borgarnes Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hé…
Veiði Vesturland er Borgarfjörður, Snæfellsnes og Dalasýsla
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi Álftá á Mýrum Andakílsá…
Veiðikortið
Kaupa Veiðikortið

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )