Hlíðarvatn er rúmlega 3,3 km² stöðuvatn í Selvogi vestanverðum í 1 m hæð yfir sjó. Mesta dýpi þess er 5 m. Afrennsli þess er Vogsós. Allmikið er af fiski í vatninu, en hann er fremur smár. Langmest er það bleikja, bæði sjóalin og vatnableikja, en urriða varður aðeins vart.
Maðkveiði er bönnuð í vatninu og mest veiðist á flugu. Veiðihús er við vatnið. Frá vatninu blasir við hluti hinnar hafnlausu suðurstrandar landsins og ein merkilegasta kirkja þess, Strandarkirkja.
Vegalengdin frá Reykjavík u.þ.b. 60 km um Krýsuvík og 15 km lengra um Þrengsli.