Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hlíðarvatn Selvogi

Hliðarvatn Selvogi

Hlíðarvatn er rúmlega 3,3 km² stöðuvatn í Selvogi vestanverðum í 1 m hæð yfir sjó. Mesta dýpi þess er 5 m. Afrennsli þess er Vogsós. Allmikið er af fiski í vatninu, en hann er fremur smár. Langmest er það bleikja, bæði sjóalin og vatnableikja, en urriða varður aðeins vart.

Maðkveiði er bönnuð í vatninu og mest veiðist á flugu. Veiðihús er við vatnið. Frá vatninu blasir við hluti hinnar hafnlausu suðurstrandar landsins og ein merkilegasta kirkja þess, Strandarkirkja.

Vegalengdin frá Reykjavík u.þ.b. 60 km um Krýsuvík og 15 km lengra um Þrengsli.

Myndasafn

Í grennd

Grindavík Ferðast og Fræðast
Grindavík á Reykjanesi Grindavík var öflugasti útgerðarstaður landsins fyrir gosið á Reykjanesi . Þar var mikil gróska í útgerð og fiskvinnslu sem ve…
Strandarkirkja
Strandarkirkja er í Þorlákshafnarprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Kirkjan á Strönd er sóknarkirkja   Selvogs og þjónað frá Þorlákshöfn. Hún stendur fj…
Veiði Reykjanes
Stangveiði á Reykjanesi. Hér er listi yfir flestar silungsár og silungsvötn. Silungsveiði Reykjanesi …
Veiði Suðurland
Stangveiði á Suðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og veiðivötn. Laxveiði Suðurlandi Brúará – Hagós Brúará – …
Þorlákshöfn
Þorlákshöfn er kauptún á Hafnarnesi, vestan ósa Ölfusár. Þar er eina góða höfnin á Suðurlandi frá Grindavík að Höfn í Hornafirði. Laxdælasaga segir f…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )