Hjörsey. Mýrum er 5,5 ferkílómetrar, stærst eyja Vesturlands. Hún er vel gróin og þar bjó löngum margt fólk, annaðhvort á nokkrum smábæjum eða einu stórbýli. Helztu hlunnindin voru rekaviður og fiskveiðar. Meðfram ströndinni utan Mýra eru mörg hraunsker og klettar og því hættulegt að sigla þar.
Þarna hafa mörg skip og bátar strandað. Hið frægasta var rannsóknarskipið Pourquoi pas, sem fórst í fárviðri á leið frá Reykjavík norður í Íshaf hinn 16. september 1936. Leiðangursstjóri um borð var Dr. Charcot. Alls skolaði 39 líkum á land. Eugene Gonidec, þriðji stýrimaður, var hinn eini, sem komst af með hjálp Kristjáns Þórólfssonar frá Straumfirði. Síðasta kirkjan á eyjunni var rifin skömmu fyrir aldamótin 1900.