Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hengill

hegladalir

Hengill er 803 m hátt móbergs- og grágrýtisfjall (e.t.v. umturnaður stapi) við rætur Reykjanesskagans, skammt frá þjóðleiðinni austur fyrir fjall frá höfuðborgarsvæðinu. Hann er líklega hluti megineldstöðvar, enda gætir mikillar jarðhitavirkni allt umhverfis. Hæsti tindurinn heitir Skeggi. Suður úr Hengli gengur rýólítfjallið Sleggja. Dalirnir sunnan Hengils eru frá vestri til austurs: Innstidalur, Miðdalur og Fremstidalur. Hengladalaá kemur upp í þeim og rennur niður í Ölfus í Reykjadalsá. Innstidalur er milli Hengils og Skarðsmýrarfjalls (597m). Þar er stór gufuhver og ölkelda er í Hengladölum. Sagnir segja frá útilegumönnum í Henglinum og þar fannst hellir með mannvistarleifum í stórum kletti norðvestan gufuhversins.

Marardalur er sigdalur vestan Hengils undir Skeggja. Dalbotninn er grasi vaxinn og sléttur. Umhverfis eru hamrar og skriður og austur úr dalnum er þröngt gil, sem er hestfært. Dalurinn var vinsæll áfangastaður ferðamanna fyrrum.

Árið 1881 var maður drepinn þar í ölæði, þegar hann reyndi að afstýra áflogum. Þarna voru einhverjar síðustu stöðvar hreindýra í Reykjanesfjallgarði. Ölfusingar létu naut sín ganga sumarlangt í dalnum og lokuðu gilinu. Einnig má nefna Bolavelli við Húsmúla, sem voru nýttir á sama hátt, en þar voru þau oft hættuleg ferðamönnum.

Myndasafn

Í grennd

Hveragerði, Ferðast og Fræðast
Upphaf byggðar í Hveragerði má rekja til ársins 1902, þegar ullarkembistöð var reist við Reykjafoss. Hveragerði er byggt á jarðhitasvæði og þess vegna…
Þingvellir helgistaður allra Íslendinga
Á Þingvöllum við Öxará komu Íslendingar saman í fyrsta sinni árið 930. Upp frá því voru Þingvellir Fundarstaður þjóðarinnar allt til ársins 1798 eða í…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )