Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hengifossá, Hengifoss

Hengifoss

Áin á upptök sín í Hengifossárvatni á Fljótsdalsheiði. Hún fellur í Lagarfljót innanvert. Tveir aðalfossar prýða ána, hinn annar hæsti á landinu, Hengifoss, 128,5 m hár og Litlanesfoss, sem er aðeins neðar í ánni. Hann er meðal fegurstu fossa landsins, einkum vegna stuðlabergsmyndana. Berglögin í umhverfi Hengifoss eru athyglisverð vegna þunnra, rauðra leirlaga á milli blágrýtislaganna.

Þar er líka hægt að finna steinrunna stofna kulvísra barrtrjáa og surtarbrand, sem vísar til hlýrra loftslags á seinni hluta tertíer. Það er hægt að ganga á bak við Hengifoss, þegar lítið er í ánni og skoða hellisskúta þar. Gangan upp að fossunum er tiltölulega létt, þótt hún sé á fótinn og vel þess virði að leggja hana á sig.

Myndasafn

Í grennd

Austurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Jökulsárlóni að Bakkafirði. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérstaklega getið neðan v…
Hæstu fossar í metrum
Hæstu fossar Íslands mældir í metrum. Glymur  190 Hengifoss  128 Háifoss  122 Seljalandsfoss  65 Skógafoss  62 Dettifoss  44 Gu…
Lagarfljót og Lagarfljótsvirkjun
Lagarfljót er u.þ.b. 140 km langt frá efstu upptökum í Norðurdal, en þar heitir áin Jökulsá í Fljótsdal. Það er annað mesta vatnsfall Austurlands á ef…
Skriðuklaustur
Þetta fornfræga stórbýli er næsti bær við kirkjustaðinn og prestsetrið Valþjófsstað. Bærinn hét upprunalega Skriða, en það breyttist, þegar Stefán Jón…
Tjaldstæði Hallormstaður Atlavík
Coordinates: 65.0898° N 14.7679° W Around the campsite are about 40 kilometers of marked walking paths, as well as a boat rental. Close by is a tree …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )