Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hellisheiði eystri

Vopnafjörður

Hellisheiði liggur hæst 656 m á leiðinni milli Fljótsdalshéraðs og Vopnafjarðar. Miklar vegabætur fóru   þar fram skömmu fyrir síðustu aldamót. Sé komið að norðan, er ekið um Böðvarsdal hjá Dallandi og komið niður hjá Ketilsstöðum, sem er yzti bær í Jökulsárhlíð. Leiðin er brött báðum megin, þó brattari norðan megin.

Þarna hefur einungis verið sumarvegur, en komið hefur fyrir, að vegurinn hafi verið ruddur eftir vegabæturnar. Það er geysivíðsýnt af austurbrún heiðarinnar á góðum degi, þegar Hérað blasir við. Efsta brekkan í suðurheiðinni heitir Fönn, enda leysir þar sjaldnast snjó með öllu á sumrin. Þegar það gerist, boða þau náttúruundur mjög harðan vetur.

Myndasafn

Í grennd

Egilsstaðir og Fellabær
Egilsstaðir og Fellabær eru á Fljótsdalshéraði, en þar er eitthvert veðursælasta svæði landsins, minnir helzt á meginlandsloftslag. Egilsstaðahrepp…
Vopnafjörður
Vopnafjörður er kauptún á austanverðum Kobeinstanga í innanverðum Vopnafirði, sem kauptúnið dregur nafn sitt af. Þar hefur verið verzlunarstaður frá f…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )