Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Helgrindur

Mynd Helgrindur og Grundarfjörður

Suðvestan Grundarfjarðar er allmikill fjallabálkur (988m), sem heitir Helgrindur. Þær eru hrikalegar og  svipmiklar, enda einn meginhluti Snæfellsnesfjallgarðs. Efst á þeim er sísnævi og af þeim stendur oft mikið misvindi og magnaðir vindstrókar niður í Grundarfjörð í illviðrum. Steingrímur Thorsteinsson, skáld, ólst upp á Arnarstapa. Hann orti kvæðið „Miðsumar”, þar sem segir líklega um Helgrindur:

Oft finnst oss vort land eins og helgrinda hjarn,
en hart er það aðeins sem móðir við barn.
Það agar oss strangt með sín ísköldu él,
en á samt til blíðu, það meinar allt vel.

Myndasafn

Í grennd

Arnarstapi, Snæfellnes
Arnarstapi er lítið útgerðarpláss undir Stapafelli á milli Breiðuvíkur og Hellna. Norðan í fellinu er sönghellir, þar sem Bárður Snæfellsás er sagður …
Grundarfjörður
er sérlega fagur fjörður, umluktur fjöllum á þrjá vegu, sem eiga vart sinn líkan að fjölbreytni, og er þar Kirkjufell mest áberandi. Samnefnt kauptún …
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Akrafjall Akrakirkja Akranes Akraneskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )