Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Haukadalur

Haukadalur í Dalasýslu er talsvert breiður og grösugur dalur á milli Miðdala og Laxárdals.  Haukadalsvatn er eina stöðuvatnið í sýslunni, mjög djúpt, mjótt og 4 km langt. Þar er nokkur silungsveiði og afrennsli þess, Haukadalsá, er þekkt laxveiðiá.

Miklir skógar, sem voru í dalnum, eru að mestu horfnir.

Þjóðtrúin segir, að ekki megi hreyfa við einu skógartorfunni, sem er eftir norðan við vatnið. Alfaraleið var um Haukadalsskarð til Norðurlands. Frá bænum Hamri í sunnanverðum dalsins sést ekki til sólar í 25 vikur á ári.

Kunnasti sögustaður dalsins er Eiríksstaðir, þar sem Eiríkur rauði bjó, og annar, kunnur af endemum, Jörfi, þar sem Jörfagleðin var haldið.

Myndasafn

Í grennd

Búðardalur
Búðardalur er kauptún við innanverðan Hvammsfjörð. Þar er miðstöð þjónustu við landbúnað í Dalasýslu og víðar. Fyrsta íbúðarhúsið var reist í Búðardal…
Jörfi bær í Haukadal
Jörfi er frægur bær í Haukadal, þar sem voru haldnar svokallaðar Jörfagleði. Snemma á 18. öld voru   þær orðnar svo hamslausar, að þær voru bannaðar …
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )