Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Haukadalur

Haukadalur í Dalasýslu er talsvert breiður og grösugur dalur á milli Miðdala og Laxárdals.  Haukadalsvatn er eina stöðuvatnið í sýslunni, mjög djúpt, mjótt og 4 km langt. Þar er nokkur silungsveiði og afrennsli þess, Haukadalsá, er þekkt laxveiðiá.

Miklir skógar, sem voru í dalnum, eru að mestu horfnir.

Þjóðtrúin segir, að ekki megi hreyfa við einu skógartorfunni, sem er eftir norðan við vatnið. Alfaraleið var um Haukadalsskarð til Norðurlands. Frá bænum Hamri í sunnanverðum dalsins sést ekki til sólar í 25 vikur á ári.

Kunnasti sögustaður dalsins er Eiríksstaðir, þar sem Eiríkur rauði bjó, og annar, kunnur af endemum, Jörfi, þar sem Jörfagleðin var haldið.

Myndasafn

Í grend

Búðardalur
Búðardalur er kauptún við innanverðan Hvammsfjörð. Þar er miðstöð þjónustu við landbúnað í Dalasýslu og víðar. Fyrsta íbúðarhú ...
Jörfi er bær í Haukadal
Jörfi er frægur bær í Haukadal, þar sem voru haldnar svokallaðar Jörfagleðir. Snemma á 18. öld voru   þær orðnar svo hamslausar, að ...
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Akrafjall ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )