Haukadalsvatn er 3,28 km² , 41 m djúpt og í 37 m hæð yfir sjó. Veiðileyfin gilda á 1 km kafla á veiðisvæði Stóra-Vatnshorns. Það er mikið af bleikju í vatninu og stundum veiðist þar lax, þar sem Haukadalsá rennur í gegnum það.
Stærð bleikjunnar, sem veiðist er 1-2 pund og hún veiðist helzt á maðk, flugu eða spón. Í fornum sögum segir, að Haukadalsvatn sé ágætara öðrum vötnum að því leyti, að í djúpi þess hefst við sægrár nautgripastofn. Bóndinn á Stóra-Vatnshorni náði eitt sinn kú af þessum stofni. Álitið er, að allar sægráar kýr í Dölum séu af henni komnar.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 144 km um Hvalfjarðargöng og 17 km frá Búðardal.
þeir sem eru með Veiðikotrið er aðeins heimilt að veiða í landi Vatns. Ekki má veiði innan við 100 metra frá ós. Veiðisvæðið nær þaðan og allt að gilinu. Veiðimörk eru merkt. Leyfilegt er að veiða frá morgni til kvölds. Veiðitímabilið hefst 1. maí og því lýkur 30. september.
Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.
Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:
Sigurður Jökulsson að Vatni, s; 434-1350.