Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hamarsá

Hamarsa

Hamarsá er í Geithellnahreppi í Suður-Múlasýslu. Hamarsá á upptök sín við Þrándarjökull og í drögum  Hamarsdals. Hún rennur eftir endilöngum Hamarsdal,og dragast til hennar smáár og lækir uns hún fellur í Hamarsfjörð, sem er ásamt Álftafirði aðeins lón, innan við langt sjávarrif.

Veiðin er sjógengin bleikja, mjög misjöfn að stærð og veiðast oft stórir fiskar innanum. Lax hefur fengist í Hamarsá. Veiðistaðirnir eru margir og veiðilegir, en þar sem Hamarsá er ekki fiskgeng nema um 6 km. frá ósnum, er skammt að fara til veiða. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 560 km og um 12 km frá Djúpivogi.

Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!

Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir:

Myndasafn

Í grennd

Djúpivogur, Ferðast og Fræðast
Djúpivogur er kauptún við Berufjörð. Árið 1589 fengu Hamborgarkaupmenn leyfi til verzlunar á Djúpavogi og hefur verið verzlun þar síðan. Örum & Wu…
Gautavík
Gautavík er bær við norðanverðan Berufjörð. Hann stendur þar við samnefnda vík, þar sem var lengi  og   kaupstaður. Rústir hans sjást enn þá. Þær eru …
Hamarsdalur
Hamarsdalur og Hamarsá Hamarsdalur er þröngur og langur dalur, sem gengur upp úr Hamarsfirði og er oft nefndur   Bragðavalladalur að sunnanverðu, sun…
Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )