Hallbjarnarvörður eru hæð skammt norðan Biskupsbrekku.
Hallbjarnar Oddsonar frá Kiðjabergi í Grímsnesi er getið í Landnámu. Hann hafði fengið Hallgerðar, dóttur Tungu-Odds Önundarsonar á Breiðabólstað í Reykholtsdal. Eftir brúðkaupið sátu hjónin um kyrrt veturinn að Breiðabólstað og fór vel á með þeim. Þegar Hallbjörn tygjaði sig til heimferðar um vorið, vildi Hallgerður ekki flytja með honum.
Við þetta reiddist Hallbjörn svo, að hann vafði hári hennar um hönd sér og hjó af henni höfuðið. Síðan hélt hann með búsmala sinn við þriðja mann suður fjöll. Snæbjörn galti Hólmsteinsson, frændi Hallgerðar, safnaði liði og hélt eftir Hallbirni. Þeir fundust á þessari hæð og Hallbjörn fell þar eftir frækilega vörn.
Sagt er, að vörðurnar á hæðinni séu jafnmargar þeim, sem féllu í bardaganum. Skömmu eftir fundinn fór Snæbjörn galti í landaleit vestur um haf með Hrólfi hinum rauðsenska. Þeir fundu land og sátu þar um veturinn. Næsta vor var Snæbjörn veginn en líkum er leitt að því, að þeir hafi fyrstir norrænna manna fundið Grænland
Það er gaman að rölta um þetta svæði og reyna að finna vörðurnar.