Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Háifoss

Háifoss í Fossá í Þjórsárdal er 122 m hár og líklega þriðji hæsti foss landsins. Allt fram undir aldamótin 1900 var fossinn nafnlaus, en þá tók Dr. Helgi Pétursson sig til og nefndi hann. Rétt austan Háafoss er annar litlu lægri, Granni. Léttasta leiðin að fossinum er frá línuveginum milli Tungufells og Sandafells. Þaðan þarf aðeins að ganga stuttan spöl niður í mót, en fara verður gætilega á brúnum gilsins.

Einnig liggja jeppaleiðir frá Rauðuskriðum og Stöng í Þjórsárdal langleiðina inn að fossunum neðan frá. Á endastöð þar verður að ganga nokkurn spöl upp í mót til að komast í návígi við fossana.

Myndasafn

Í grennd

Hæstu fossar í metrum
Hæstu fossar Íslands mældir í metrum. Glymur  190 Hengifoss  128 Háifoss  122 Seljalandsfoss  65 Skógafoss  62 Dettifoss  44 Gu…
Þjórsárdalur
Árnes Þjórsárdalur Ferðavísir: Flúðir 24 km. Laugarás 19 km,<Árnes>  Sigalda 64 km. Sagt er að Þjórsárdalur hafi verið í byggð frá landnám…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )