Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hafravatn

hafravatn

Hafravatn er 1,02 km² stöðuvatn í 76 m hæð yfir sjó innan marka Mosfellssveitar, skammt sunnan  Reykja. Mesta dýpi þess er 28 m. Seljadalsá rennur í það að austan en Úlfarsfellsá (Korpa) úr því til vesturs. Við vatnið eru rústir gamallar fjárréttar, sem voru notaðar fram á 8. áratuginn, og fjöldi sumarbústaða. Mikið er af smárri bleikju í vatninu og reitingur af urriða, sem er snöggtum vænni. Lax kemst og í vatnið um Korpu, en það veiðast ekki margir slíkir fiskar í vatninu þó mörgum þyki gaman að eiga vonina. Vegalengdin frá Reykjavík er um 14 km.

Myndasafn

Í grennd

Mosfellsbær
Borgarnes 71 km, Þingvellir 42 km, <Mosfellsbær> Selfoss 57 km, Keflavík 55 km, Grindavík 57 km. Nesvallaleið um Hólmsheiði að Nesjavöllum er u…
Úlfarsá
Þetta er lítil spræna innan borgarmarka Reykjavíkur. Hún er frárennsli Hafravatns og fellur hún til sjávar fyrir norðan Grafarvog. Neðarlega í henni e…
Veiði Höfuðborgarsvæði
Stangveiði á Höfuðborgarsvæðinu. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Höfuðborgarsvæðinu …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )