Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hafnir Ferðast og Fræðast

Hafnir, Keflavík og Njarðvík runnu saman í eitt sveitarfélag og nefnast nú einu nafni Reykjanesbær

Hafnir
Ferðavísir

Reykjavik 56 km | <- Hafnir -> | Keflavik 10 km Grindavik 28 km | Blue Lagoon 24 km Keflavik Airport 13 km

Hafnir, Keflavík og Njarðvík runnu saman í eitt sveitarfélag og nefnast nú einu nafni Reykjanesbær. Hafnir eru annað landstærsta sveitarfélagið á Reykjanesi en byggð þar er fámenn nú miðað við það sem áður var.

Árið 1881 (26. júní) rak mannlaust timburskip, Jamestown, upp við við Hvalsnes á milli Hestakletts og Þórshafnar í Ósunum gegnt Kotvogi. Það var mannlaust og virtist hafa verið lengi á reki, því að reiði og seglbúnaður var horfinn. Fjölmargir húsbyggjendur á Suðvesturlandi nutu góðs af timburfarmi skipsins (sjá Sandgerði) og akkeri skipsins er nú varðveitt framan við fyrrum sæfiskasafn í Höfnum við Nesveg.

Hafnaberg er suður af Höfnum og er þar skemmtileg og vel vörðuð gönguleið en þar eru nokkrir af beztu stöðum til fuglaskoðunar á landinu. Frá Hafnabergi má einnig oft sjá smáhveli í ætisleit rétt við landsteina.

Gönguleiðir liggja vítt og breitt umhverfis Hafnir. Þaðan er hægt að ganga út á Reykjanestá, skoða fugla, gíga, háhitasvæði og önnur náttúruundur. Svo er vesturendi Reykjavegarins eftir Reykjanesinu endilöngu til Nesjavalla rétt hjá.

Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!

Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir:

Myndasafn

Í grennd

Keflavík/Njarðvík, Ferðast og Fræðast
Keflavík Sveitarfélögin Keflavík, Njarðvík og Hafnir runnu saman í eitt sveitarfélag og nefnast nú einu nafni Reykjanesbær. Byggð í Keflavík og Njar…
Kirkjur á Reykjanesi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Grindavíkurkirkja Hvalsneskirkja Kálfatjarnarkirkja Kálfatjörn Keflavíkurkirkja …
Reykjanes, ferðast og fræðast
Reykjanes er yzti hluti Suðurnesja. Þar eru mikil ummerki eldvirkni og vart sést þar stingandi strá. Mest ber á dyngjum, s.s. Háleyjarbungu og Skálafe…
Sandvík, Ferðast og fræðast.
Stóra- og Litla-Sandvík eða Sandvíkur eru sunnan Hafnabergs á Reykjanesi. Þar er vinsæll áningarstaður   ferðafólks á leið um utanvert Reykjanes. Sum…
Sögustaðir Reykjanesi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Almenningur Reykjanes Básendar Brennisteinsfjöll Brúin Milli Heimsálfanna Eldborg…
Veiði Reykjanes
Stangveiði á Reykjanesi. Hér er listi yfir flestar silungsár og silungsvötn. Silungsveiði Reykjanesi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )