Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gunnarsholt

Gunnarsholt heitir eftir Gunnari Baugssyni, afa Gunnars á Hlíðarenda, sem þar bjó samkvæmt Landnámabók. Bærinn, sem var áður stórbýli, stendur við jaðar Hekluhrauna. Snemma á 19. öld varð að færa bæinn vegna sandfoks og jörðin fór alveg í eyði árið 1925.

Ári síðar hófst sandgræðsla og nú er allt orðið iðjagrænt, þar sem var auðnin ein. Jörðin er ríkiseign.  Höfuðstöðvar Sandgræðslu ríkisins hafa verið þar í áratugi. Þar er skógrækt, tilraunastarfsemi með ýmsar plöntur og grös, fræhúðun og miðstöð fræsöfnunar, aðallega til dreifingar úr flugvélum fyrrum, en nú annast tæki á jörðu niðri sáningu og dreifingu áburðar. Heykögglaverksmiðja var starfrækt, þar sem nú er fræhúðun. Fyrsta holdanautabú (galloway; Þerney) landsins var þar. Stóðhestastöð var rekin að Gunnarsholti enn var hætt 2003. Í landi jarðarinnar er Akurhóll, sem var hæli fyrir drykkjusjúklinga. Rekstur þess var lagður niður 1. október 2003.

Í lok árs 2007 kom út bók um sögu landgræðslu á Íslandi í eina öld. Hún heitir „Sáðmenn sandanna” eftir Friðrik G. Olgeirsson. Ritnefndarmenn voru Andrés Arnalds, Guðjón Magnússon og Sveinn Runólfsson.
Í lok árs 2009 kom út ævisaga Valgerðar Halldórsdóttur og Runólfs Sveinssonar, skóla- og sandgræðslustjóra, „Ræktun fólks og foldar”, eftir Friðrik G. Olgeirsson. Synir hjónanna, Þórhallur, Sveinn og Halldór, fylgdu bókinni úr hlaði.

Myndasafn

Í grennd

Hella, Ferðast og Fræðast
Hella á Njáluslóð Hella á Rangárvöllum er kauptún á bökkum Ytri-Rangár. Þorpið byggðist upp á þjónustu við landbúnaðinn og þar er nú verzlun, iðnaður…
Hellar í Landssveit
Hellar eru bær og hellar í Landssveit. Hellarnir eru þrír og hafa verið notaðir sem geymslur, hlaða, fjárhús o.fl. Þessir hellar eru manngerðir, höggn…
Hvolsvöllur, Ferðast of fræðast
Hvolsvöllur á Suðurlandi Hvolsvöllur er kauptún í austanverðri Rangárvallasýslu, sem fór að byggjast á fjórða áratugi 20. aldar, þegar brýr voru komn…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Þerney
Þerney er á Kollafirði. Milli hennar og Álfsness er Þerneyjarsund, sem var í alfaraleið á miðöldum, þegar þar var helzti verzlunarstaðurinn í þessum l…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )