Gufufoss í Fjarðará
Gufufoss er meðalstór foss innarlega í Seyðisfirði. Fossinn er mjög fallegur um 12 metra hár og fellur niður í þröngt gil. Nafnið er tilkomið vegna mikillar gufu sem fossinn gefur frá sér og sveipar hann ákveðinni dulúð. Vegurinn yfir Fjarðaheiði liggur rétt við fossinn og er aðgengi að honum mjög gott. Gott er að ganga að fossinum og sést þá skemmtileg skeifulaga hylur undir fossinum.
Miðhúsaá á upptök á Fjarðarheiði og sameinast Eyvindará við Miðhús. Hún skartar m.a. Folaldafossi, Gufufossi og Fardagafossi, sem er efstur. Hellir er undir honum. Þar bjó tröllkerling og hann var sagður liggja gegnum fjallið til Gufufoss í Fjarðará. Fjalla-Eyvindur er sagður hafa dvalið í þessum helli um hríð, þar til menn í Eiðaþinghá ráku hann brott.