Sumir kalla þennan læk Grænalæk og halda því fram, að það sé hið rétta nafn, dregið af því að á hann grænum lit. Lækurinn er í Skaftárhreppi, V – Skaftafellssýslu. Grenlækur er skammt kominn, undan hraunum ofar í byggðinni.
Umhverfið er að mestu gróið og vinalegt. Vegur nr. 204 liggur yfir lækinn og gott að komast að veiðistöðum. Veiðin er sjóbirtingur og sjóbleikja og er fiskurinn oft vænn. Lax veiðist stöku sinnum í læknum. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 285 km og 12 km. frá Klaustri.