Grágæsadalur er sunnarlega á Brúaröræfum vestanverðum, nokkurn spöl sunnan brúarinnar yfir . Norðvestan hans er Fagradalsfjall og Kreppa rennur inn í hluta dalsins, þar sem hún myndar Grágæsavatn eða Kreppulón. Þarna er varla stingandi strá nema hvönn við lindir og með lækjum fram. Mosaþemburnar í hlíðunum og botni dalsins laða til sín heiðagæsir, sem sjást þar oft á beit í stórum hópum. Sæluhúsið var reist 1967.