Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Grænavatn í Mývatnssveit

Jörðin Grænavatn í Mývatnssveit.

Grænavatn er talin landnámsjörð. Nokkur gömul útihús standa enn uppi. Til að segja fyrir um gerð nýja hússins var fenginn  norskmenntaður smiður, Páll Kristjánsson (1876-1968), sem verið hafði yfirsmiður Húsavíkurkirkju. Húsið er tvískipt, byggt fyrir tvær fjölskyldur og voru tveir smiðir fengnir til að smíða það eftir teikningum Páls. Smíðaði hvor smiður sinn helming hússins.

Frambærinn er hæð með portbyggðu risi með tveimur kvistum. Grunnflötur jarðhæðar er um 160 m2. Undir húsinu eru tveir aðskildir kjallarar. Húsið ber keim af sveitserstíl, en það er liststíll er kom fram um miðja 19. öld í timburhúsum og einkennist m.a. af miklu skrauti. Búið var í bænum fram yfir miðja síðustu öld, en hin síðari ár hefur húsið einkum verið notað sem geymsla.

Húsið hefur verið í vörslu Þjóðminjasafns frá árinu 2000. Unnið var að viðgerðum fyrstu tvö árin, en frekari framkvæmdir hafa legið niðri um sinn.

 

Myndasafn

Í grennd

Mývatn
Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn landsins. Í því er góð silungsveiði, sem bændur við vatnið stunda allt árið. Mývatn er heimsfrægt fyrir fjölbreytt …
Mývatn, Silungsveiði
Mývatn er 36,5 km². Það er í 277 m.y.s., mjög vogskorið og með rúmlega 40 eyjum og hólmum. Mesta náttúrulegt dýpi er 4,5 m og víða er mun grynnra. Mun…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )