Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gönguleiðir í Kverkfjöllum og Hvannalindum

Kverkfjöll

Í Kverkfjöllum verður göngufólk að vera viðbúið flestum veðurskilyrðum, roki, rigningu, þoku og  og veðrabrigði geta verið snögg. Fara verður að öllu með gát, einkum í íshellum og á jökli. Hrun í hellunum og sprungur á jöklum eru alltaf varasamar, ekki sízt í lélegu skyggni. Huga verður vel að öllum búnaði til gönguferða áður en lagt er af stað. Ekki má gleyma áttavitanum, reipum, manbroddum og sólgleraugum.

1. Sigurðarskáli – Íslhellir
Vegalengdin frá Sigurðarskála að brún Kverkjökuls er u.þ.b. 3 km. Gæta verður fyllstu varúðar við göngu inn í hellinn, því alltaf má búast við hruni, aðallega við jaðarinn og úr lofti hans.

2. Virkisfell – Biskupsfell
Gengið er norður að Virkisfelli (1108m). Biskupsfell (1240m) er 1,5 km lengra til austurs og bezt til uppgöngu að sunnanverðu.

3. Sigurparskáli – Kverkfjallarani – Hveragil
Leið 2 er fylgt yfir grýtt svæði og siðan 12 km til austurs yfir sprungusvæði og hraun. Víða í Hveragili eru hverir, sem allt að 62°C heitir.

4. Um austanverðan Kverkfjallarana í Hveragil
U.þ.b. 38 km löng jeppaslóð liggur frá Hvannalindum að Hveragili. Hún liggum um malaröldur og hraun og framhjá smávötnum.

5. Vestur-Kverkfjöll
Gangan hefst við Sigurðarakála í átt að Kverkjökli, norðan íshellisins og yfir jökulinn, upp grýttar hlíðar og sprungusvæði á jökli og löngufönn. Þá er komið að Hveragili og skammt ofan þess er skáli Jöklarannsóknarfélagsins í 1700 m hæð yfir sjó.

6. Skarphéðinstindur – Kverkin – Sigurðarskáli
Frá skála Jöklarannsóknarfélagsins er hægt að ganga til suðausturs yfir sigdæld Kverkfjalla á Skarphéðinstind (1936m), sem verðlaunar erfiðið með frábæru útsýni á góðum degi. Hægt er að ganga niður af tindinum vestan Kverkar.

7. Hvannalindir – Kreppuhryggur – Kreppuþröng
Vegur liggur frá bílastæðinu í Hvannalindum til suðausturs frá enda Kreppuhryggjar. Hann er í þægilegri göngufjarlægð og þaðan er gott útsýni yfir Hvannalindir og Lindahraun í átt að Kverkfjöllum. Skammur spölur í austur að Kreppuþröng.

8. Hvannalindir – útilegumannarústir – Lindakeilir
Skammt er til útilegumannarústanna frá bílastæðinu í Hvannalindum. Þaðan er u.þ.b. 2 km ganga upp á Lindakeili.

9. Hvannalindir – Lindaá – Krikatjörn
Lengri gönguleið liggur frá útilegumannarústunum meðfram Lindaá og jaðri Lindahrauns til suðurs að Krákatjörn eða Sjónarhæðar. Sé haldið áfram, liggur leiðin að Hveragili.

10. Lindafjöll – Rifnihnjúkur – Upptyppingar
Gönguleiðin frá Sigurðarskála að brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum liggur um Krepputunguhraun vestan Lindafjalla og norðaustan Rifnahnjúks (780m). Rifnihnjúkur er móbergshæð með bólstrabergi, sem rís 100 m upp frá jafnsléttu. Hann er mjög sprunginn.

Sannir göngumenn skilja aðeins sporin sín eftir og taka aðeins með sér minningarnar!

Myndasafn

Í grennd

Askja Dyngjufjöll
Dyngjufjöll eru mikið fjallabákn (600 km²) í sunnanverðu Ódáðahrauni. Þetta fjalllendi umlykur 50 km² stóra sigdæld (öskju), sem heitir Askja. Fjöllin…
Kverkfjöll
Kverkfjöll er stórt fjalllendi í norðanverðum Vatnajökli. Það blasir við af þjóðveginum í góðu veðri. Þarna eru tvö af hæstu fjöllum (1920m og 1860m) …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )