Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Golfklúbbur Skagastrandar

Háagerðisvöllur
Sími: 898-3574
9 holur, par 36.

Hágerðisvöllur er aðeins í þriggja mínútna akstursfjarlægð frá Kántrýbæ og Söluskála OLÍS á Skagaströnd.

Golfklúbbur Vindhælishrepps hins forna var svo stofnaður formlega 27. nóv. 1985.

Upphaflegt nafn golfklúbbsins, sem hér á sér sögulegar rætur, virtist ekki falla öllum í geð. Það var því á næsta aðalfundi, í maí 1986, að nafninu var breytt í Golfklúbbur Skagastrandar.
Sumarið 1986 eignaðist klúbburinn fyrsta landsvæðið og var þar gerður 6 holu völlur. Árið 1990 losnaði landið, sem klúbburinn hafði lengi haft augastað á og það var keypt. Golfskáli kom árið 1991 og gamalli hlöðu var breytt í áhaldageymslu árið 1994.

Síðan 1991 hafa hlutirnir gerst hratt. Uppbygging vallarins hefur gengið vel, m.a með mikill sjálfboðavinnu og góðum stuðningi sveitarfélagsins og fyrirtækja. Landsvæðið er allt á ræktuðu túni og því á margan hátt heppilegt til vallargerðar. Hágerðisvöllur er fjölbreyttur, klettahæðir og mishæðótt landslag skapa alls konar brautir og þar með skemmtilega vallarmynd.

Myndasafn

Í grend

Kálfshamarsvík
Kálfshamarsvík er norðan við Björg á Skagaströnd. Vitinn á Kálfshamarsnesi var upprunalega byggður  árið 1913 og endurbyggður árið 1939. Samtímis fyrs…
Skagi
Skagi er milli Húnaflóa og Skagafjarðar, u.þ.b. 50 km langur og 30 km breiður. Nyrzt er Skagaheiði, fremur láglend, en sunnar rísa há fjöll og dalir, …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )