Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Golfklúbbur Skagastrandar

Háagerðisvöllur
Sími: 898-3574
9 holur, par 36.

Hágerðisvöllur er aðeins í þriggja mínútna akstursfjarlægð frá Kántrýbæ og Söluskála OLÍS á Skagaströnd.

Golfklúbbur Vindhælishrepps hins forna var svo stofnaður formlega 27. nóv. 1985.

Upphaflegt nafn golfklúbbsins, sem hér á sér sögulegar rætur, virtist ekki falla öllum í geð. Það var því á næsta aðalfundi, í maí 1986, að nafninu var breytt í Golfklúbbur Skagastrandar.
Sumarið 1986 eignaðist klúbburinn fyrsta landsvæðið og var þar gerður 6 holu völlur. Árið 1990 losnaði landið, sem klúbburinn hafði lengi haft augastað á og það var keypt. Golfskáli kom árið 1991 og gamalli hlöðu var breytt í áhaldageymslu árið 1994.

Síðan 1991 hafa hlutirnir gerst hratt. Uppbygging vallarins hefur gengið vel, m.a með mikill sjálfboðavinnu og góðum stuðningi sveitarfélagsins og fyrirtækja. Landsvæðið er allt á ræktuðu túni og því á margan hátt heppilegt til vallargerðar. Hágerðisvöllur er fjölbreyttur, klettahæðir og mishæðótt landslag skapa alls konar brautir og þar með skemmtilega vallarmynd.

Myndasafn

Í grennd

Golf
Golfklúbbar og golfvellir Uppruni golfíþróttarinnar er að mestu hulinn móðu tímans. Rómverjar léku einhvern svipaðan le…
Kálfshamarsvík
Kálfshamarsvík er norðan við Björg á Skagaströnd. Vitinn á Kálfshamarsnesi var upprunalega byggður  árið 1913 og endurbyggður árið 1939. Samtímis fyrs…
Skagaströnd. Höfðakaupsstaður
Skagaströnd er kauptún á vestanverðum Skaga milli Spákonufells og Spákonufellshöfða, sem gengur í sjó fram. Bærinn stendur við víkina sunnan höfðans. …
Skagi
Skagi er milli Húnaflóa og Skagafjarðar, u.þ.b. 50 km langur og 30 km breiður. Nyrzt er Skagaheiði, fremur láglend, en sunnar rísa há fjöll og dalir, …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )