Skeggjabrekkuvöllur
625 Ólafsfjörður
Sími: 466-
9 holur, par 33.
Árið 1967 var byggður 6 holu völlur á túninu neðan við bæinn Bakka. Sumarið 1970 réðust menn í stækkun og byggðu 3 brautir ofan við Bakkahúsið. Á Bakka var klúbburinn í fimm ár,en þá var leigusamníngurinn úti,búið að sækja um jörðina til ábúðar og góð ráð dýr.
Þetta var árið 1973. Um þessar mundir var jörðin Skeggjabrekka á lausu. Sigurður bóndi fluttur á brott eftir að eldsvoði hafði leikið íbúðarhúsið illa. Við fengum leifi bæjaryfirvalda til að flytja starfsemina þangað en bærinn átti orðið jörðina. Hófst nú uppbygging að nýju,allt frá grunni. Teiknaður var níu holu völlur,nánast eins og hann er í dag, og nokkru síðar gert átak í uppbyggingu hússins og það klætt að innan. Sást það vel sem oft áður hve miklu fæst áorkað af fáum ef vilji er fyrir hendi. Hófst þar með nýtt tímabil á nýjum velli, sem talinn er af golfmönnum aðkomnum mjög skemmtilegur, ekki sízt fyrir tilbreytingu í landslagi og blindar brautir eins og 4. braut, þar sem ekki sést frá teig til flaggsins í holunni.
(Heimild: Vefsetur GKÓ)