Gaukshöfði heitir eftir Gauki trandli á Stöng. Höfðinn er neðst í Þjórsárdal og Þjórsá rennur meðfram honum. Við höfðann er vað á Þjórsá, þegar lítið er í henni, og ofan af honum er útsýni gott til Heklu og víðar á góðum degi.
Gaukur á stöng var talinn vera í hópi fræknustu manna á sínum tíma. Ásgrímur
Elliðagrímsson, fóstbróðir hans, er sagður hafa verið banamaður hans og vegið hann á Gaukshöfða. Ástæðan var sú, að Gaukur gerði sér of dælt við systur Ásgríms. Bein og vopn fundust framan undan höfðanum á 19. öld. Þjóðvegurinn lá yfir höfðann áður en hann var færður niður fyrir hann meðfram Þjórsá.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir
Elliðagrímsson, fóstbróðir hans, er sagður hafa verið banamaður hans og vegið hann á Gaukshöfða. Ástæðan var sú, að Gaukur gerði sér of dælt við systur Ásgríms. Bein og vopn fundust framan undan höfðanum á 19. öld. Þjóðvegurinn lá yfir höfðann áður en hann var færður niður fyrir hann meðfram Þjórsá.