Galtarviti stendur í Keflavík sem er lítil vík milli Súgandafjarðar og Skálavíkur. Víkin snýr mót opnu hafi eru siglingar skipa tíðar fram hjá vitanum. Aðeins er hægt að komast til Keflavíkur fótgangandi, á snjósleða eða sjóleiðina þegar veður er gott. Leiðin er löng og tiltölulega erfið og því eru göngumenn beðnir um að fara að gát og hafa samband við upplýsingamiðstöð ferðamála á Ísafirði til þess að fá upplýsingar um gönguleiðina áður en lagt er af stað.
Galtarviti Þjónaði jafnframt sem stefnuviti fyrir aðflug fyrir Flateyriarflugvöll og Suðureyrarflugvöll þegar áælunarflug var til þessara staða.
Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa einnig útbúið gönguleiðakort sem í boði er á öllum upplýsingamiðstöðvum. Við bendum göngugörpum eindregið á að komast yfir slíkar gersemar áður en lagt er á fjöll.