Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Galdra Loftur

Loftur hét skólapiltur einn á Hólum; hann lagða alla stund á galdur og kom öðrum til þess með sér, þó ekki yrði meira úr því fyrir þeim en kuklið eitt. Æsti Loftur skólabræður sína til að gjöra öðrum ýmsar galdraglettur, og sjálfur var hann forsprakkinn. Einu sinni fór Loftur heim til foreldra sinna um jólin; tók hann þá þjónustustúlku á staðnum og járnaði hana og lagði við hana beisli og reið henni svo í gandreið heiman og heim; lá hún lengi eftir af sárum og þreytu, en gat engum frá sagt, meðan Loftur lifði.

Galdra Loftur meira!!
Ekki létti Loftur fyrr en hann hafði lært alla Gráskinnu. Hann gerðist illur í skapi svo skólapiltar urðu hræddir við hann. Snemma vetrar bað Loftur skólapilt að hjálpa sér við að vekja upp biskupana fornu og varð skólapiltur að láta undan. Hans hlutverk var að halda í klukknastrenginn og hringja þegar Loftur gæfi merki. Loftur vildi ná Rauðskinnu af Gottskálki hinum grimma og vildi því vekja hann upp. Skömmu eftir háttatíma fóru þeir til kirkju og byrjaði Loftur að særa. Upp komu biskuparnir gömlu og loks Gottskálk með bókina eftir kröftugar særingar. Loks rétti Gottskálk Lofti eitt horn bókarinnar, Loftur rétti fram höndina og við það hringdi skólapiltur klukkunum. Ekki náði Loftur bókinni en þakkaði samt skólapilti fyrir að hringja því þegar hann sá bókina varð hann svo ákafur að ef hann hefði sært aðeins meira þá hefði kirkjan sokkið. Eftir þetta varð Loftur næstum sturlaður og fór að raula fyrir munni sér að á sunnudeginum í miðföstu yrði hann í helvíti. Hann var sendur til prests á Staðarstað. Þar hresstist hann mikið og fylgdi presti. Á laugardeginum fyrir sunnudaginn í miðföstu veiktist Loftur. Um dagmálsbil voru send boð eftir presti frá vini hans í sókninni sem væri kominn að andláti og óskaði eftir presti. Prestur fór og bað Loft að fara ekki út undir bert loft á meðan. Þegar prestur var farinn hresstist Loftur og gekk til annars bæjar. Þar fékk hann bát hjá bónda og réri út. Logn hélst allan daginn en til bátsins hefur aldrei spurst. Menn segja að grá loðin hönd hafi komið upp og gripið bátinn með sér niður.

Myndasafn

Í grennd

Galdrar og galdrabrennur á Íslandi
Galdrafárið í Evrópu hófst um 1480 og stóð fram undir 1700. Til Íslands bárust áhrifin frá Danmörku og Þýskalandi. Þeirra tók þó ekki að gæta hér að r…
Staðarstaður
Staðarstaður er kirkjustaður frá fornu fari og prestsetur á Ölduhrygg í Staðarsveit á sunnanverðu  . Á katólskum tíma voru kirkjurnar þar helgaðar Mar…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )