Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fjórðungsalda

Sprengisandur

Ferðavísir
Laugafell 31 km, <Fjórðungsalda> Nýidalur 19 km. Kiðagil 37 km

Fjórðungsalda (972m) er mjög veðruð grágrýtisdyngja rétt norðan við miðju Sprengisands. Hún kemst næst því allra fjalla að vera í miðju landsins.

Vestan undir henni er Fjórðungsvatn og vegurinn er rétt vestan þess. Vatnið er svo grunnt, að það getur horfið í mikilli þurrkatíð. Skammt frá vatninu eru vegamót. Þaðan liggja leiðir norður og suður Sand, niður í Eyjafjarðardal, að Laugafelli, niður í Skagafjörð og áfram norðan Hofsjökuls út á Kjalveg.

Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og lengi lágu ferðalög niðri, eða allt fram á 18.öld. Nú á dögum er ferðast um hálendið allt árið. Vegakerfið er víða orðið fært öllum tegundum farartækja á sumrin, einkum fyrir tilstuðlan Landsvirkjunar.

Myndasafn

Í grennd

Landsvirkjun Ferðast og fræðast
Landsvirkjun ferðamennska og ferðaþjónusta. Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og leng…
Laugafell-Laugafellshnjúkur
Laugafell og Laugafellshnjúkur (892 og 987 m) eru norðaustan Hofsjökuls og sjást víða að. Hnjúkskvísl fellur á milli þeirra en Laugakvísl norðan við f…
Laugafellskálar
LAUGAFELLSKÁLAR FFA Laugafellskálinn var byggður á árunum 1948-50. Hann stendur sunnan botns Eyjafjarðardals og u.þ.b.  15 km norðaustan Hofsjökuls…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Sprengisandur
Sprengir er talinn vera suðvestan Fjórðungsvatns og vera staður, þar sem hestar sprungu á reiðinni, þegar fólk reið eins hratt og það gat til að komas…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )