Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fjórðungsalda

Hálendisslóði

Fjórðungsalda
Ferðavísir

Laugafell 31 km, <Fjórðungsalda> Nýidalur 19 km. Kiðagil 37 km

Fjórðungsalda (972m) er mjög veðruð grágrýtisdyngja rétt norðan við miðju Sprengisands. Hún kemst næst því allra fjalla að vera í miðju landsins.

Vestan undir henni er Fjórðungsvatn og vegurinn er rétt vestan þess. Vatnið er svo grunnt, að það getur horfið í mikilli þurrkatíð. Skammt frá vatninu eru vegamót. Þaðan liggja leiðir norður og suður Sand, niður í Eyjafjarðardal, að Laugafelli, niður í Skagafjörð og áfram norðan Hofsjökuls út á Kjalveg.

Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og lengi lágu ferðalög niðri, eða allt fram á 18.öld. Nú á dögum er ferðast um hálendið allt árið. Vegakerfið er víða orðið fært öllum tegundum farartækja á sumrin, einkum fyrir tilstuðlan Landsvirkjunar.

Myndasafn

Í grennd

Landsvirkjun Ferðast og fræðast
Landsvirkjun ferðamennska og ferðaþjónusta. Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og leng…
Laugafell-Laugafellshnjúkur
Laugafell og Laugafellshnjúkur (892 og 987 m) eru norðaustan Hofsjökuls og sjást víða að. Hnjúkskvísl fellur á milli þeirra en Laugakvísl norðan við f…
Laugafellskálar
LAUGAFELLSKÁLAR FFA Laugafell Ferðavísir Varmahlíð (F-752) og um Vesturárdal 93 km, Akureyri (F-821) um Eyjafjarðardal 82 km, <Laugafell> Fjó…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Sprengisandur
Sprengusandur: Ferðavísir Frá Sigalda Selfoss 106 km | Fludir 85 km | Arnes 64 km | Hotel Hrauneyjar 10 km<- Sigalda -> Versalir 35 km | Nyi…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )