Festarfjall (190m) er skammt austan Grindavíkur og rís þverhnípt úr hafi en vestan þess er eða Ægissandur í lítilli vík. Fjallið er úr móbergi en í því er grágrýtis- gangur, sem það dregur nafn af.
Þessi gangur var gerður að silfurfesti tröllkerlingar í þjóðsögunni. Margir stanza við víkina til að huga að fugli, s.s. skarfi, fýl, ritu, æðar- fugli o.fl. Í Grindavík er félagsheimili, sem ber nafn fjallsins, Festi.
Selatöngum, miðleiðis milli Krísuvíkur og Grindavíkur, er gömul verstöð, sem enn þá sjást merki um og er þess virði að skoða. Þar var mikið útræði, sem lagðist niður í kringum 1880.