Fellsendavatn er lítið stöðuvatn skammt frá Þórisvatni. Felsendavatn er fyrsta vatnið og sést þegar ekið er til Veiðivatna. Veiðin í vatninu er stundum góð, er mest af urriða 2-6 pund fjöldi fólks stunda þar veiðar. Slóði liggur um vatnið.
Umhverfi vatnsins er gróðurvana en sumstaðar eru gróðurvinjar og gróðurinn þarna er mjög viðkvæmur og lítið um tjaldstæði en tjaldvögnum og fellihýsum má koma fyrir nánast hvar sem er umhverfis vatnið.
Fish Partner:
Veiðikort
Fellsendavatn er í um 170 km fjarlægð frá Reykjavík, og í aðeins 19 km fjarlægð frá Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum. Þetta er í fyrsta vatnið sem komið er að þegar keyrt er til Veiðivatna frá Hrauneyjum, en í vatnið var sleppt urriðaseiðum sem hafa fengið að dafna.
Aðgengi að vatninu er gott og hægt að keyra nánast allveg að bakanum. Þó skal fara varlega á smærri bílum að festa sig ekki í sandinum.
Helstu veiðistaðir eru við ströndina að norðan, en ganga inn með vatninu að austan og vestan getur gefið góða veiði líka.
Leyfilegt agn í vatninu er fluga, maðkur og spúnn. Daglegur veiðitími er frjáls en þó ekki lengur en 12 klukkustundir á dag.
Sá litli gróður sem er í kringum vatnið er mjög viðkvæmur og biðjum við veiðimenn að ganga vel um náttúruna.
Síðustu sumur hefur miklu magni urriða seyða verið sleppt í vatnið
Veiðifélagar veiða frítt í Fellsendavatni
Myndasafn