Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eyjar í Strandasýslu

Strandir

Eyjar eru eyðibýli í sumarábúð á Bölum í Strandasýslu. Þorgilssaga og Hafliða getur þess, að jörðin hafi heitið Oddbjarnareyjar fyrrum. Ofan bæjar er hamrabrött Eyjahyrnan með fossinum Blæju, sem er áberandi. Æðarvarp er talsvert.

Fyrir landi eru Eyjar og sker. Strákaey er ein þeirra. Hún fékk nafn af vetrardvöl franskra hvalfangara þar og þar eru enn þá tóftir skýla, sem þeir byggðu. Svo virðist sem þeir hafi brætt hval í eyjunni, því að þar er talsvert af rauðum múrsteini. Það ríkti nokkurs konar ástand á meðan Frakkarnir voru í eyjunni eins og þessi visa gefur í skyn.

Á eyjum var þá ógar vas
Og á stúlkum gangur.
Hvert kvöld hafi kapteinn Kras
Konuna manns til sængur.

Myndasafn

Í grennd

Finnbogastaðir
Finnbogastaðir eru í Trékyllisvík. Þeir eru kenndir við Finnboga ramma, sem sagður er hafa byggt sér  bæ  þar, þegar hann varð að flýja Norðurland ve…
Gjögur
Gjögur er fyrrum fræg veiðistöð við mynni Reykjarfjarðar, einkum vegna hákarlaveiði á síðustu öld. En fóru oft um 15 skip til hákalaveiða samtímis. N…
Sögustaðir Ströndum
Sögustaðir eru fjölmargir á Ströndum, en hér má sjá nokkra þeirra. Árneskirkja Bjarnarfjörður nyrðri Bjarnarfjörður syðri Djúpa…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )