Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eiríksstaðir

Eiríksstaðir eru eyðibýli í landi Stóra-Vatnshorns í Haukadal. Samkvæmt Eiríkssögu bjó þar Eiríkur   rauði, sem settist að á Vestur-Grænlandi. Hann var faðir Leifs heppna, sem fann Vínland. Þá mun Leifur hafa verið u.þ.b. fimm eða sex ára. Rústir bæjarins eru friðlýstar og árið 1998 voru þær rannsakaðar í tengslum við landafundaárið 2000.

Skömmu fyrir árið 1000 varð Eiríkur rauði tveimur sonum bóndans á Breiðabólsstað að bana skammt frá Dröngum á Skógarströnd og var dæmdur útlægur fyrir. Fleiri féllu í þessum harða bardaga. Þessir atburðir ásamt fleiru urðu til þess, að Eiríkur fluttist til Grænlands og varð fyrstur norrænna manna til að stofna til byggðar þar.

Myndasafn

Í grennd

Búðardalur
Búðardalur er kauptún við innanverðan Hvammsfjörð. Þar er miðstöð þjónustu við landbúnað í Dalasýslu og víðar. Fyrsta íbúðarhúsið var reist í Búðardal…
Haukadalur, Dalarsýsla
Haukadalur í Dalasýslu er talsvert breiður og grösugur dalur á milli Miðdala og Laxárdals.  Haukadalsvatn er eina stöðuvatnið í sýslunni, mjög djúpt, …
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Akrafjall Akrakirkja Akranes Akraneskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )