Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eiríksstaðir

Eiríksstaðir eru eyðibýli í landi Stóra-Vatnshorns í Haukadal. Samkvæmt Eiríkssögu bjó þar Eiríkur   rauði, sem settist að á Vestur-Grænlandi. Hann var faðir Leifs heppna, sem fann Vínland. Þá mun Leifur hafa verið u.þ.b. fimm eða sex ára. Rústir bæjarins eru friðlýstar og árið 1998 voru þær rannsakaðar í tengslum við landafundaárið 2000.

Skömmu fyrir árið 1000 varð Eiríkur rauði tveimur sonum bóndans á Breiðabólsstað að bana skammt frá Dröngum á Skógarströnd og var dæmdur útlægur fyrir. Fleiri féllu í þessum harða bardaga. Þessir atburðir ásamt fleiru urðu til þess, að Eiríkur fluttist til Grænlands og varð fyrstur norrænna manna til að stofna til byggðar þar.

Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!

Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir:

Myndasafn

Í grennd

Búðardalur, Ferðast og Fræðast
Búðardalur er kauptún við innanverðan Hvammsfjörð. Þar er miðstöð þjónustu við landbúnað í Dalasýslu og víðar. Fyrsta íbúðarhúsið var reist í Búðardal…
Haukadalur, Dalarsýsla
Haukadalur í Dalasýslu er talsvert breiður og grösugur dalur á milli Miðdala og Laxárdals.  Haukadalsvatn er eina stöðuvatnið í sýslunni, mjög djúpt, …
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Akrafjall Akrakirkja Akranes Akraneskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )