Eilífsdalur gengur suður að hátindi Esju (914m) úr Kjósinni. Samnefndt býli er í mynni hans. Helgi bjóla fékk Eilífi, skipverja sínum, bústað þar. Mælt er, að Eilífur hafi verið heygður á Eilífstindi, ofan bæjar. Utan dalsins er keilulagaður og friðlýstur Orrustuhóll.
Kjalnesingasaga segir, að Bræðurnir Helgi og Vakur Arngrímssynir í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd hafi veitt Búa Andríðarsyni eftirför við 12 mann, en Búi hafði einn til fylgdar á leið til skips í Hrútafirði. Búi sá eftirförina og bjó um síg á hólnum og safnaði að sér grjóti meðan tími vannst til. Hann lét það dynja á fjendunum og tók svo til vopna. Hann drap sex og særði hina áður en Eilífur bóndi kom og skakkaði leikinn. Þá var Búi enn þá ósár.
Hvað er betra enn að Ferðast og Fræðast !!!