Brúardalir eru á Brúaröræfum inn af Brú, efsta bæ á Jökuldal. Þessir dalir eru Laugarvalladalur, Sauðárdalur, framhald hans, Vesturdalur og Fagridalur auk nokkurra minni dalverpa. Bærinn Laugarvellir v
ar á Laugarvalladal, þar sem er jarðhiti, baðlaug og sæluhús. Leiðir á þessar slóðir liggja frá Brú, Möðrudal og frá Jökuldalsheiði.
Frá Brúardölum er örskammt að fara að Hafrahvamma- og Dimmugljúfrum í grennd við Kárahnjúka, þar sem hægt er að aka yfir Jöklu á stíflu Hálslóns. Sagnir eru til um mikla byggð inn með Jöklu, þannig að bærinn Brú var í miðri sveit.
Samkvæmt sögnunum var kirkjustaður á Bakkastað nokkru innan Brúar, þar sem rústir sjást enn þá. Bakkastaður eyddist, þegar sóknarfólkið dansaði og lét öllum illum látum í kirkjugarðinum á sjálfa jólanótt. Það sökk allt í jörð niður, líkt og í þjóðsögunni um dansinn í Hruna. Auk Bakkastaðar eru tilgreindir bæirnir Hóll inni undir jökli, tveir bæir með nafninu Hringbotnar og Fossnes. Talið var að ýmislegt óhreint væri á sveimi í Brúardölum og reimleikar miklir.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: