Borgarhofn Feravisir
Fagurholsmyri 12 km.<- Borgarhofn- > Jokularlon 15 km.
Borgarhöfn er þyrping nokkurra bæja í Suðursveit. Bændur þar stunduðu allmikla sjósókn á árum áður og sagnir segja frá Norðlendingum, sem komu suður yfir Vatnajökul til róðra.
Hinn 9. marz 1573 varð mikið sjóslys fyrir ströndinni hjá Hálsaósi, þegar 17 bátar fórust u.þ.b. 100 manns týndu lífi á sama degi (53 skv. Biskupsannálum). Upp frá því lagðist sjósókn niður frá þessu svæði. Mesta útræðið var frá Hálsósi, þar sem eru rústir svokallaðrar Eyfirðingabúðar við enda Hestgerðiskambs, í grennd við þjóðveginn.
Kirkja var á Borgarhöfn, er talið að hún hafi verið reist þar um árið 1000. Kirkjan var aflögð árið 1708.
Sjá nánar í Saga Íslands I, Sigurður Þórarinsson.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: