Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Blautaver Blautalón

urrid2

Blautaver er niðri við Tungnaá, norðan Ljótapolls. Best er að veiða þar fyrri hluta sumars og á haustin, minnst er um leysingarvatn í því. Þá veiðist þar talsvert af 1 punds bleikju og 1-2 punda urriðar. Oft krækja menn í stærri fiska. Slóði liggur að vatninu frá Ljótapolli.

Veiðileyfi eru seld í Landmannahelli.

 

Fish Parner:
Aðgengi:
Góðum 4×4 bíl

Veiðikort
Blautulón
Blautulón eru á Skaftártunguafrétti á hálendinu. Lónin eru tvö og eru þétt setin af bleikju og er uppistaðan í veiðinni smábleikja en þó leynast stærri ránbleikjur sem og stöku urriði inn á milli. Í lónunum fá nánast allir sem reyna einhverja veiði. Landslagið er þetta hefðbundna íslenska eldfjallalandslag. Svartir sandar og eitur grænn mosi. Landslagið hleður rafhlöður manna og er því ekki að ástæðulausu að fólk sæki hálendið hvað eftir annað. Veiðimenn eru hvattir til að grisja eins og þeim lystir af bleikjunni og einnig er leyfilegt að leggja net í vatnið.

Leiðarlýsing
Vegalengd frá Reykjavík er um 230 km ef farin er Fjallabaksleið nyrðri í gegnum Landmannalaugar (F208). Af Fjallabaksleið er beygt inn Langasjósveg og ekið um 11 km og þar beygt til hægri. Þaðan er um 2 km akstur. Komið er að austara lóninu. Einnig er hægt að leggja við Norðari-Ófæru og labba upp að vestara lóni. Það er ekki langur gangur eða innan við 500 metrar. Einnig er hægt að koma leiðina úr suðri og er þá farið í gegnum Skaftártungu og inn Fjallabaksleið nyrðri.

Veiðisvæðið
Leyfilegt er að veiða í báðum lónunum öllum og í útfalli Norðari-Ófæru, ekki sjálfri ánni.

Veiðitími
Frá því að fjallvegir opna og þangað til að þeir loka. Best er að fylgjast með á vef Vegagerðarinnar um færð á vegum. Leyfilegt er að veiða allan sólarhringinn.

Reglur
Allur utanvegaakstur er stranglega bannaður.
Bannað er að veiða í Norðari-Ófæru sem úr lónunum renna, aðeins í útfalli.
Hundar leyfðir: Já
Notkun báta: Já
Netaveiði: Já
Tjalda: Já en huga skal vel að umgengni og hirða allt rusl með sér.
Veiðifélagar Fish Partner veiða frítt í vatninu. Hægt er að fá gistingu í fjallaskálanum Skælingum sem og Hálendismiðstöðinni Hólaskjóli (um 40 mín akstur frá Blautulónum).

Blautulón (Veiðifélaga vatn)
KAUPA VEIÐILEYFI
Fjarlægð frá Reykjavík:
220km
Veiðitímabil:
Meðan fært er á veiðisvæðið
Meðalstærð:
1/2-2 pund
Fjöldi stanga:
Leyfilegt agn:
Fluga, maðkur, spún
Veiðibúnaður:
Einhenda #4-6
Bestu flugurnar:
Straumflugur, púpur og þurrflugur

Húsnæði:

Myndasafn

Í grennd

Fish Partners
Veiðifélaginn frá Fish Partners Af hverju ættir þú að gerast veiðifélagi? Veiðifélagar, er ný og skemmtileg viðbót hjá Fish Partner. Með því að taka…
Hálendisveiði
Hálendisveiði skiptist í 5 veiðisvæði. Þannig er best að velja svæði og síðan hvernig farið er þangað hér að neðan. Þessi svæði eru Arnarvatnsheiði…
Vötn að fjallabaki
Hin eina sanna Landmannaleið liggur á milli Landsveitar og Skaftártungu um Dómadal. Þetta er einn og litskrúðugasti fjallvegur landsins, sem er akfær…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )