Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bergþórshvoll

Oddi

Bergþórshvoll er prestsetur og bær í Vestur-Landeyjum. Kirkjurnar í Akurey og á Krossi tilheyra prestakallinu. Bergþórshvoll stendur á lágri hæð eins og nafnið bendir til og skammt austan bæjar er Affall. Hæsti hluti hvolsins er kallaður Floshóll með kvos, sem er 15-20 m að þvermáli. Eyðibýlið Káragerði með Káragröf og Káratjörn er litlu vestar. Efstu hlutar lands Bergþórshvols eru kallaðir Línakrar og þar má enn þá greina fornar garðhleðslur (friðlýst).

Njálssaga er víðlesnust Íslendingasagna. Hún segir m.a. frá Njáli Þorgeirssyni, konu hans Bergþóru, börnum þeirra, vinum og tengdafólki. Synirnir voru þrír, Grímur, Helgi og Skarphéðinn, allir miklir vígamenn en Skarphéðinn þó mestur.
Hefndaraðgerðir þeirra vegna vígs Gunnars Hámundarsonar að Hlíðarenda leiddu ógæfu yfir fjölskylduna, þegar 100 manna lið gerði atlögu að bænum og brenndi hann. Kára Sölmundarsyni, tengdasyni Njáls, tókst að komast úr eldinum og hefna þessa illvirkis.

Þrátt fyrir rannsóknir fornleifafræðinga að Bergþórshvoli, hefur ekki enn þá tekizt að finna merki um Njálsbrennu. Þarna fundust þó brunarústir sofnhúss og fjóss frá því um 1100 en Njálsbrenna varð árið 1011 samkvæmt Njálssögu. Leifar af byggi og haugafræi fundust einnig og í ljós kom, að fjósið gat hýst 30 gripi. Bergþórshvoll er friðlýstur.
Myndin er af hluta bæjarhúsa að Keldum á Rangárvöllum.

Myndasafn

Í grennd

Hvolsvöllur, Ferðast of fræðast
Hvolsvöllur á Suðurlandi Hvolsvöllur er kauptún í austanverðri Rangárvallasýslu, sem fór að byggjast á fjórða áratugi 20. aldar, þegar brýr voru komn…
Keldur
Keldur eru stórbýli og kirkjustaður á Rangárvöllum. Þær voru í Keldnaþingum, sem voru aflögð 1880 og  samtímis var sóknin færð að Odda. Katólskar kirk…
Njálsbrenna
Njálsbrenna er atburður í Njálu þar bærinn Bergþórshvoll var brenndur og inn í honum brenna Njáll og Bergþóra kona hans og synir þeirra. Þrátt fyrir …
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )