Baugstaðaós, Hróarsholtslækur, Volalækur og Bitrulækur er allt sama vatnsfallið. Baugstaðará rennur Flóann í Árnessýslu og skiptir hreppum. Vestan hennar er Hraungerðis- og Stokkseyrarhreppur, en austan Villingaholts- og Gaulverjarbæjarhreppur. Áin á upptök norðan Kampholts, og heitir þá Bitrulækur. Neðar fær hún nafnið Hróarholtslækur og neðst Baugstaðará og fellur til sjávar (Baugstaðarós) austan Stokkseyrar. Bleikja, sjóbirtingur og lítið eitt af laxi er í læknum, sem rennur um sléttlendi og er lengst af þröngur graflækur, með djúpum hyljum og var notaður sem aðalskurður Flóaveitunnar.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 75 km.