Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bakrangi

BAKRANGI – GALTI – ÓGÖNGUFJAL

Bakrangi (702m) er við vesturhorn Skjálfandaflóa, yzt í Köldukinn. Kotadalur skilur hann frá   Víknafjöllum. Norðan- og austantil er þverhnípi í sjó fram. Austurhliðin er oft kölluð Ógöngufjall en Galti frá sjó. Skuggabjörg var nafn þessa fjalls á fyrri tíð.

Í Íslandklukku Halldórs Laxness stendur:
„Það er til fjall í Kinninni fyrir norðan, sem heitir Bakrangi, ef maður sér austaná það, Ógaungufjall, ef maður stendur fyrir vestan það, en utanaf Skjálfanda kalla sjófarendur það Galta.“

 

Myndasafn

Í grennd

Flatey á Skjálfandaflóa
Flatey liggur u.þ.b. 2½ km undan Flateyjardal. Hún er u.þ.b. 2½ km löng, 1 km breið og 2,62 km2. Hæst rís hún 22 m úr sjó en talið er, að hún hafi ris…
Húsavík
Húsavík er kaupstaður við innanverðan Skjálfanda að austanverðu. Fiskvinnsla og útgerð hefur verið ein  af stoðum atvinnulífisins ásamt með verslun og…
Kaldakinn
Kaldakinn er byggðin milli Ljósavatnsskarðs og Skjálfandaflóa í austanverðum Bárðardal og Aðaldal   undir hlíðarbröttum og háum Kinnarfjöllum. Þau eru…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )