Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bæjarstaðarskógur

Bæjarstaðarskógur er talinn einhver þróttmesti birkiskógur hérlendis með allt að 12 m háum trjám, sem  eru beinvaxnari en gerist yfirleitt með íslenzkt birki. Tré, sem hafa verið ræktuð af Bæjarstaðarfræi eru talin bera af öðrum trjám af öðrum skógarsvæðum. Beit og uppblástur fóru illa með skóginn fyrrum og helzt leit út fyrir að hann hyrfi með öllu. Hann var því girtur af árið 1935, alls 22 ha, sem voru að hálfu vaxnir skógi. Skógrætarfélag Íslands sá um framkvæmdir en frjáls samskot stóðu undir kostnaði.

Nafn skógarins bendir eindregið til þess, að þar hafi staðið bær, Jökulfell, sem getið er í máldögum frá 14. öld. Rústir bæjarins sáust fram yfir aldamótin 1700. Þarna var hálfkirkja, sem var lögð niður á árunum 1349-1360, þegar Gyrðir Ívarsson var biskup í Skálholti.

Greiðfærasta gönguleiði frá Tjaldstæðinu í Skaftafelli liggur um Sjónarsker og niður Kambgil að göngubrúnni yfir Morsá og þvert yfir aurana. Margir nota tækifærið, þegar komið er í Bæjarstaðarskóg að líta á heitu laugarnar og skjótast að útfalli Skeiðarár. Þessi ganga tekur 7-8 klst. Leiðin meðafram Skeiðará, norðan og neðan Skaftafellsheiðar er erfiðari og ekki með öllu hættulaus, því að stígnum hefur ekki verið haldið við.

Myndasafn

Í grennd

Kjós – Mosárdalur
Þegar gengið er eftir litskrúðugum ríólítaurunum við rætur ríólíthlíðanna inn í botn Morsárdals, opnast hamrasalur Kjósarinnar á vinstri hönd. Kjósarl…
Skeiðarársandur Skeiðará
Skeiðarársandur er eitthvert stærsta aurasvæði landsins á milli Öræfa og Fljótshverfis, u.þ.b. 1000 km².   Vegalengdin milli jaðars Skeiðarárjökuls og…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Tjaldstæðið Skaftafell
Við tjaldsvæðið eru bílastæði en þaðan liggja merktar gönguleiðir um þjóðgarðinn. Á staðnum bjóða landverðir upp á fjölbreyttar gönguferðir, sem auglý…
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli (1967, stækkaður 1984 og stækkaður enn 2004) og nágrenni geymir mestu náttúruperlur Íslands. Íslenskir og erlendir ferðal…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )