Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Arngrímsstofa í Svarfaðardal

Arngrímur Gíslason fæddist í Reykjahverfi í Þingeyjasýslu, en bjó víða um land. Um hann hefur dr.Eldjárn skrifað bókina Arngrímur málari, og gefur þar mjög athyglisverða mynd af sérstæðum manni í rótgrónu bændasamfélagi. Hann er talinn með merkustu alþýðumálurum landsins. Málaði hann einkum mannamyndir og altaristöflur. Fátækur byggði hann vinnustofu sína við enda framhúss Gullbringubæjarins árið 1884 og eru húsin samföst. Húsið er 2,4 x 2,5 metrar að innanmáli og 2,1 m undir loft. Torf er á þaki og hlaðnir torfveggir meðfram tveimur húshliðum. Um er að ræða snoturt lítið timburhús og hina ákjósanlegustu vinnustofu, sem fullvíst má telja elstu vinnustofu málara hér á landi. Arngrímsstofa var endurbyggð árið 1983 í minningu dr. Kristjáns Eldjárns af Seðlabanka Íslands og hún hefur síðar verið í umsjá Þjóðminjasafnsins, sem sinnt hefur endurbótum á henni.

Myndasafn

Í grennd

Dalvík
Dalvík er kaupstaður í mynni Svarfaðardals. Aðalatvinnuvegirnir eru útgerð, fiskvinnsla, iðnaður og verslun, en þjónusta við ferðamenn eykst sífellt. …
Friðland í Svarfaðardal
Svarfaðardalsá er nokkuð vatnsmikil en lygn, sérstaklega, þegar nær dregur ósum. Hún flæðir reglulega   yfir bakka sína og skilur eftir frjósaman jarð…
Torfbæir og torfkirkjur
Nokkrir torfbæir á landinu Íslenski torfbærinn á sér sögu sem einstæð er í heiminum og er ekki rannsökuð til fulls. Torfbærinn er í raun þyrping húsa…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )