Magnús Jóhannesson gaf Landvernd og Árnessýslu jarðirnar Alviðru í Ölfusi og Öndverðarnes II í Grímsnesi árið 1973 og árið 1981 var gerð skipulagsskrá yfir eignirnar. Alviðra var gerð að sjálfseignarstofnun undir nafninu Alviðra, landgræðslu- og náttúruverndarstofnun, enda eru þar tækifæri til margs konar fræðslu og náttúruskoðunar fyrir skóla og almenning. Þar er húsnæði fyrir allt að 30 manns.