Húsið í Álftavötnum var endurreist af sjálfboðaliðum Útivistar árið 2001. Gangnamenn hættu að nota það eftir að húsin í Hólaskjóli voru byggð. Góður jeppavegur nær langleiðina að húsinu, en ganga þarf síðustu 2-300 metrana. Fyrir vikið ríkir þar mikil kyrrð og friður og einstök fegurð. Unnendur ósnortinnar fjallafegurðar geta dvalið langtímum saman á hlaðinu og tilbeðið útsýnið og fegurðina. Vinsæl reiðleið liggur um hlaðið og hefur verið reist gerði norðan við húsið, þar sem hestamenn geta hvílt hross sín um stutta stund. Gróðursælt er við húsið og mjög góð tjaldstæði. Þar er rennandi vatn og vatnssalerni. Innandyra er pláss fyrir allt að 24. Fjölmargar gönguleiðir eru innan seilingar má nefna dagsferð í Strútslaug eða á Gjátind. Stutt ganga er í Hólaskjól.
Sannir göngumenn skilja aðeins sporin sín eftir og taka aðeins með sér minningarnar!
Sími: 562 1000
Bóka gistingu Álftavötn
15. June – 31 August
Sleeping bag : 7000.00
Children 7-15 years (50.0%)
Camping Alftavotn
15. June – . 31 August
Camping per persons : 2000.00
GPS staðsetning er N 63° 53.890′ W 18° 41.467′.
GPS hnit: 63° 53.890’N 18° 41.467’W
Efni af vef Útivistar.