Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Aðaldalur

Aðaldalur

Aðaldalur nær yfir mestan hluta láglendisins suður af Skjálfandaflóa alla leið vestur að Skjálfandafljóti   og heiðarinnar norður af Fljótsheiði, þar sem Garðsnúpur er nyrztur. Suðurmörkin eru Vestmannsvatn, þar sem Reykjadalur tekur við. Austurmörkin eru Laxá og Hvammsheiði upp að brúum við Grenjaðarstað. Suður úr dalnum ganga Reykjadalur, Þegjandadalur (óbyggður) og Laxárdalur.

Utanverður Aðaldalur er þakinn hraunum milli Laxár og Skjálfandafljóts, alls 100 ferkílómetrar. Víðast liggur Eldra-Laxárhraun (3500 ára; úr Ketildyngju) undir Yngra-Laxárhrauni (2200 ára; úr Þrengsla- og Lútentsborgum). Þessi hraun eru að mestu þakin kjarri og gróðri. Þar er fjöldi gervigíga, sumir holir að innan, sem voru oft nýttir til geymslu fjár. Aðaldalshraun eru mjög gjótótt og þar hefur týnzt fjöldi fjár. Steingrímur Baldvinsson, bóndi í Nesi, féll í eina slíka, 7-8 m djúpa, og var bjargað eftir tvo og hálfan sólarhring. Húsavíkurflugvöllur er í Aðaldalshrauni.

Vestan Skjálfandafljóts er Kaldakinn, suður frá Ljósavatnsskarði að Skjálfandaflóa. sveitin liggur að bröttum og hrikalegum Kinnarfjöllum með grunnum dölum, skörðum og sums staðar sísnævi. Sveitin er víðast grösug, en mýrlend og stórar starengjar meðfram fljótinu. Þarna er snjóþungt flesta vetur en samt allþéttbýlt.

Myndasafn

Í grennd

Húsavík
Húsavík er kaupstaður við innanverðan Skjálfanda að austanverðu. Fiskvinnsla og útgerð hefur verið ein  af stoðum atvinnulífisins ásamt með verslun og…
Landsvirkjun Ferðast og fræðast
Landsvirkjun ferðamennska og ferðaþjónusta. Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og leng…
Laxá í Aðaldal
Næst mesta bergvatn Íslands og ein þekktasta laxveiðiáin. Kemur upp í Mývatni og fellur til Skjálfanda. stanga veiðir daglangt í ánni, en hefur þó fæk…
Múli
Múli er fornt höfuðból, löngum prestssetur og kirkjustaður í Aðaldal. Eldra nafn bæjarins er Fellsmúli. Prestar sóttust eftir þessu tekjuháa og þægile…
Þverárkirkja, Laxárdal
Þverárkirkja er í prestakalli Grenjaðarstaðar í Þingeyjarprófastsdæmi. Þverá er bær og kirkjustaður í  . Þar voru katólskar kirkjur helgaðar Pétri pos…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )