Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Lómagnúpur

Lómagnúpur er 688 m hátt standberg suður úr Birninum vestan Núpsvatna á Skeiðarársandi. Nokkur  augljós merki um berghlaup sjást við þjóðveginn (1790) vestan fjallsins og nýlegri merki   sjást í austurhlíðunum (1998). Líkt og önnur standberg meðfram suðurströndinni, náði sjór upp að Lómagnúpi á ísöld.

Gnúpsins er getið í Njálssögu í tengslum við draum Flosa á Svínafelli, þegar hann sá jötuninn ganga út úr fjallinu.
Jötunninn í Lómabnúpi prýðir skjaldarmerki Íslands. Hann er einn fjögurra höfuðverndarvætta landsins og ver suðurströndina gegn illum öflum.

Ríkarður Jónsson myndhöggvari gerði teikninguna af skjaldarmerkinu að undangenginni samkeppni, sem m.a. Jóhannes Sv. Kjarval tók þátt í.

Myndasafn

Í grennd

Hvervisfljót í Fljótshverfi
Hverfisfljót er jökulá sem á upptök sín í Síðujökli í Vatnajökli. Hverfisfljót rennur rennur í jaðri Eldhrauns, einu af heims undrum Íslands, um Bruna…
Kirkjubæjarklaustur, Ferðast of Fræðast
Kirkjubæjarklaustur á Síðu hét áður Kirkjubær og var þar löngum stórbýlt og má segja að svo sé enn. Kauptún hefur myndazt þar og nefnt í daglegu tali …
Núpsstaður
Núpsstaður er austasti bær í Fljótshverfi, skammt vestan Skeiðarársands. Bændur þar fylgdu   ferðamönnum gjarnan yfir vötnin og sandinn, þegar hann va…
Skeiðarársandur Skeiðará
Skeiðarársandur er eitthvert stærsta aurasvæði landsins á milli Öræfa og Fljótshverfis, u.þ.b. 1000 km².   Vegalengdin milli jaðars Skeiðarárjökuls og…
Suðurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hveragerði til Hafnar í Hornafirði. Suðurland er bæði fjöl- og strjálbýlt. Milli Hafnar og Markarfljóts er l…
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli (1967, stækkaður 1984 og stækkaður enn 2004) og nágrenni geymir mestu náttúruperlur Íslands. Íslenskir og erlendir ferðal…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )