Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gönguleiðir á Þingvöllum

Þingvellir

Aðalaðkomuleiðir til Þingvalla voru Kárastaðastígur um Langastíg niður í Almannagjá, Gjábakkavegur niður á Klukkustíg að austan, Botnsheiðarvegur og Gagnheiðarvegur, sem sameinuðust sunnan Svartagils og lágu niður í Almannagjá á sama stað og Langistígur, Sandkluftaleið um Hofmannaflöt og Sleðaás og Eyfirðingavegur um Goðaskarð um Hofmannaflöt og Sleðaás.

Síðan liggja leiðir eins og köngullóarnet um Þingvallahraunið, helzt á milli bæjanna, sem voru þar. Sumir ganga gjarnan leiðirnar um Klukkustíg eða Skógarkotsveg frá Vellankötlu (Vatnsviki) að Skógarkoti og þaðan að Þingvallabænum eða Valhöll.

Aðrir um Réttargötu frá Sleðaási að Hrauntúni og Skógarkoti og enda við Þingvallabæinn, Valhöll, Vellankötlu, Vatnskot eða Gjábakka.

Hver og einn getur skipulagt sína gönguleið eins og hugurinn stendur til. Engar þeirra þurfa að vera langar, enda er Þingvallalægðin aðeins 5 km breið og litlu lengri frá sv til na.

Kóngsvegurinn gamli liggur á milli Almannagjár og Gjábakka, þvert yfir Þingvallahraun, sunnan túns í Skógarkoti. Hérna fylgir gott kort með þessum möguleikum og þá er bara að halda af stað.

Leggjarbrjótur er fyrrum alfaraleið og nú vinsæl gönguleið milli Þingvalla og Hvalfjarðar. Hún hefst gjarnan um Langastíg upp úr Almannagjá, um Svartagil og vestur Öxarárdal. Þá er gengið með Súlnaá að

Biskupskeldu, sem var erfið yfirferðar og séra Jón Þorláksson orti um:
Tunnan valt og úr henni allt
ofan í djúpa keldu.
Skulfu lönd og brustu bönd,
en botngjarðirnar héldu.

Hryssan Tunna festist í keldunnimeð þessum afleiðingum og þá varð vísan til.
Þarna við kelduna hefst hinn raunverulegi Leggjarbrjótur (467m), grýttur háls og erfiður áður en leiðin um hann var rudd. Leiðir skiptast, þegar tekur að halla undan fæti til Hvalfjarðar, annaðhvort niður í Brynjudal eða Botnsdal. Margar heillegar vörður standa enn þá meðfram leiðinni.

Sannir göngumenn skilja aðeins sporin sín eftir og taka aðeins með sér minningarnar!

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Þingvellir helgistaður allra Íslendinga
Á Þingvöllum við Öxará komu Íslendingar saman í fyrsta sinni árið 930. Upp frá því voru Þingvellir Fundarstaður þjóðarinnar allt til ársins 1798 eða í…
Þverbrekknamúli

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )