Hveragerðiskirkja er í Hveragerðisprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð á árunum 1967-1972 var vígð 14. maí. Árið 1941 var prestssetrið flutt frá Arnarbæli til Hveragerðis og bærinn varð sérstök sókn 1941.
Útkirkjur eru á Kotströnd, Hjalla og Strönd. Arkitekt núverandi kirkju var Jörundur Pálsson og Jón Guðmundsson var byggingameistari. Kirkjan er úr steinsteypu og rúmar 200 manns í sæti. Söngloft er stórt og gott og rúm er fyrir 80-100 manns í hliðarsal, sem er safnaðarheimili með eldhúsi. Skírnarsárinn er stuðlabergssúla með ígreiptri silfurskál. Altarið er úr slípuðum grásteini.