Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Herdísarvík

Fyrrum stórbýlið Herdísarvík, sem nú er í eyði, stendur við samnefnda vík við rætur sunnanverðs   Reykjanesskagans. Hamrar Herdísarvíkurfjalls (329m) gnæfa yfir til norðurs og nokkrir hraunstraumar hafa runnið niður það til sjávar. Enn þá mótar fyrir rústum verbúða meðfram sjónum og þurrkgörðum (friðlýst 1973).

Sagan segir, að Herdís hafi búið í Herdísarvík og systir hennar, Krýsa, í Krýsuvík. Þeim kom illa saman og beittu fjölkyngi hvor á aðra. Krýsa lagði svo á, að tjörnin í Herdísarvík opnaðist til hafs, sem bryti bæinn og allur silungur yrði að hornsílum. Þar skyldu og drukkna tvær áhafnir. Þetta þykir hafa gengið eftir. Herdís lét ekki sitt eftir liggja og lagði svo á, að silungurinn í Kleifarvatni yrði að loðsilungi.

Þjóðskáldið Einar Benediktsson, lögfræðingur (1892) og athafnamaður, (31.10.1864-21.01.1940) bjó í húsi sínu í Herdísarvík síðustu æviárin. Árið 1935 ánafnaði hann Háskóla Íslands jörðina. Kennarar í Félagi háskólakennara eiga þess kost að dvelja þar í leyfum.

Myndasafn

Í grennd

Grindavík Ferðast og Fræðast
Grindavík á Reykjanesi Grindavík var öflugasti útgerðarstaður landsins fyrir gosið á Reykjanesi . Þar var mikil gróska í útgerð og fiskvinnslu sem ve…
Sögustaðir Reykjanesi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Almenningur Reykjanes Básendar Brennisteinsfjöll Brúin Milli Heimsálfanna Eldborg…
Þorlákshöfn
Þorlákshöfn er kauptún á Hafnarnesi, vestan ósa Ölfusár. Þar er eina góða höfnin á Suðurlandi frá Grindavík að Höfn í Hornafirði. Laxdælasaga segir f…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )