Gæsavötn eru tvær tjarnir við jaðar Dyngjuháls vestanverðs í 920-940 m hæð yfir sjó. Þar eru smágróðurblettir á vatnsbökkunum, einkum túnvingull, grasvíðir og hálmgresi.
Við hraunbrúnina eru 7-8°C heitar lindir. Þar vaxa fjallapunktur og fleiri plöntur. Landaleitarmenn fundu Gæsavötn árið 1880. Þeir fundu þar gæsafjaðrir og gáfu tjörnunum nafn. Steinþór Sigurðsson fann kofarúst úr móbergi rétt austan tjarnanna árið 1932 en engar mannvistarleifar.
Skáli í einkaeigu Baldurs Sigurðssonar var reistu í Gæsavötnum 1973, en hann var fluttur burtu. Nýr skáli Gæsavatnafélagsins var vígður 19. september árið 1998.